07.09.2011
Virk-starfsendurhæfingarsjóður mun nú í september bjóða upp á námskeið
Virk-starfsendurhæfingarsjóður mun nú í september bjóða upp á námskeið
fyrir einstaklinga sem dottið hafa út af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skapa
létt og skemmtilegt andrúmsloft, kynna mögulega starfsendurhæfingu og virknihvetjandi þjónustu á svæðinu ásamt leiðum til
jákvæðs og árangursríks lífsstíls. Ennfremur verða kynntar leiðir til úrvinnslu sálrænna áfalla,
sjálfstyrkingu og til endurkomu á vinnumarkað.
Um er að ræða 10 klst. námskeið (2 klst. á viku, í 5 vikur). Námskeiðið er við allra hæfi og hefst fyrsta
námskeiðið á Akureyri, fimmtudaginn 22. september 2011 kl. 14:00 (í húsnæði Einingar-Iðju, Skipagötu
14. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Í framhaldinu er stefnt að samskonar námskeiðum víðar um Norðurland. Skráning á námskeiðin er þegar hafin hjá
ráðgjöfum Virk á Norðurlandi sem veita góðfúslega allar frekari upplýsingar. (s:460-3600)