Niðurstöður ársfundar

Ársfundur sjóðsins var haldinn á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 6. maí. Ársfundur sjóðsins var haldinn á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 6. maí. Á fundinum flutti Sigurður Hólm Freysson formaður skýrslu stjórnar, Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri skýrði ársreikning sjóðsins og Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur fór yfir tryggingafræðilega athugun.  Árni Pálsson lögmaður kvað sér hljóðs, fór yfir málavöxtu í Straumsmálinu og baðst afsökunar á mistökum sínum. Jóna Finndís Jónsdóttir sjóðstjóri kynnti fjárfestingarstefnu fyrir árið 2010.

Tillaga stjórnar um að halda réttindum og lífeyri óbreyttum þar til vísitala neysluverð hefur hækkað um 5%, var samþykkt. Tillagan felur í sér að lífeyrir verður óbreyttur að krónutölu í þennan tíma, sem jafngildir 5% raunlækkun. Eins voru aðrar tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, er snerta breytingar á lífslíkum annars vegar og lagabreytingar um séreignarsparnað hins vegar, samþykktar.

Þá voru kosnir stjórnarmenn skv. samþykktum sjóðsins, endurskoðandi og tillaga stjórnar um stjórnarlaun var samþykkt með þorra greiddra atkvæða. Tillagan gerði ráð fyrir 5% lækkun frá fyrra ári.

Glærur frá ársfundinum (2,0 Mb)

Fundargerð ársfundar