Ársfundur sjóðsins var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit þann 12. maí.
Ársfundur sjóðsins var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit þann 12. maí.
Á fundinum flutti Sigurður Jóhannesson formaður skýrslu stjórnar, Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri skýrði
ársreikning sjóðsins og fór yfir tryggingafræðilega athugun. Jóna Finndís Jónsdóttir sjóðstjóri kynnti
fjárfestingarstefnu fyrir árið 2011.
Tillaga stjórnar um að lækka áunnin réttindi um 6% og framtíðarskuldbindingar um 2,5% var samþykkt. Eins voru aðrar tillögur um breytingar
á samþykktum sjóðsins, er snerta m.a. meðferð á framlagi til jöfnunar örorku og ávinnslutöflu frestunar hafi sjóðfélagar
hafið lífeyri fyrir 67 ára aldur, en síðan hætt lífeyristöku og tekið hana upp að nýju síðar, samþykktar.
Þá voru kosnir stjórnarmenn og endurskoðandi skv. samþykktum sjóðsins og tillaga stjórnar um að halda stjórnarlaunum óbreyttum
frá fyrra ári var samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
Fundargerð ársfundar (
PDF-skjal).
Kynning frá ársfundi (
glærur)