Í gær voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna kynntar á blaðamannafundi í Hörpu. Frá og með deginum í dag, 11. nóvember, geta flestir þeir aðilar sem sótt hafa um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána séð útreikning sinn á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Vakin er athygli á kynningarmyndbandi er varðar útreikning og samþykkt leiðréttingarinnar. Ekki verður hægt að staðfesta niðurstöður útreiknings fyrr en um miðjan desember og því eingöngu til upplýsingar nú. Tekið er á móti athugasemdum rafrænt í gegnum vefinn www.leidretting.is.
Rafræn skilríki eru nauðsynlegt svo hægt sé að samþykkja niðurstöður útreiknings og hvetur Stapi umsækjendur til að afla sér upplýsinga um rafræn skilríki á vefsíðunum skilriki.is og audkenni.is.