Stapi lífeyrissjóður hefur samþykkt verklagsreglur um kvartanir. Sett hefur verið upp sérstök þjónusta á heimasíðu sjóðsins sem ætlað er að gera skráningu á kvörtunum og viðbrögð við þeim bæði gagnleg og skilvirk. Sjóðurinn vill með þessu móti bregðast við kvörtunum um starfsemi sjóðsins á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og stuðla að betri samskiptum við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini. Markmiðið með reglunum er að gera það auðvelt að koma kvörtunum á framfæri og gera meðhöndlun þeirra og úrræði markviss og tímanleg. Meðhöndlun kvartana og úrræði kunna að vera misjöfn eftir því hvert umkvörtunarefnið er og eru sjóðfélagar kvattir til að kynna sér efni reglnanna. Aðilar eru hvattir til þess að setja fram hugmyndir að lausnum þegar kvörtun er sett fram og stuðla þannig að bættum vinnubrögðum og þjónustu.