Stapi hefur tekið í notkun nýjar umsóknir fyrir sjóðfélaga. Umsóknirnar fara nú í gegnum Signet forms, sérsniðnar að Stapa til að bæta upplýsingagjöf til sjóðfélaga og auka sjálfvirkni ferla. Fyrsta útgáfa hefur verið birt en áfram verður unnið að þróun og endurbótum.
Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda á stapi@stapi.is.