Á heimasíðu sjóðsins hefur nú verið komið upp upplýsingakerfi í formi "Spurt og svarað" til að gefa sjóðfélögum og öðrum sem áhuga hafa nánari upplýsingar um sjóðinn og þau réttindi sem hann veitir. Eru sjóðfélagar eindregið hvattir til að nýta sér þessa þjónustu, en einnig má á heimasíðunni finna spurningar og svör er lúta að hinu nýja réttindakerfi sem sjóðurinn tók upp um sl. áramót. Sjóðfélagar eru einnig hvattir til að hafa samband, ef fleiri spurningar vakna sem þeir telja að rétt sé að bæta í safnið eða ef einhverjar athugasemdir eru við efnið eða framsetningu þess.