Fjármálaráðuneytið hefur staðfest nýjar samþykktir fyrir Stapa lífeyrissjóð. Gerðar voru verulegar breytingar á samþykkum sjóðsins á ársfundi hans þann 29. apríl sl., þar sem ákveðið var að taka upp nýtt réttindaávinnslu kerfi hjá sjóðnum. Þessar breytingar hafa nú verið staðfestar eftir jákvæða umsögn Fjármálaeftirlitsins. Því er ljóst að nýtt réttindakerfi verður tekið upp hjá sjóðnum um næstu áramót. "Þetta eru gleðitíðindi. Við munum kynna þessar breytingar enn frekar gagnvart sjóðfélögum í haust. Aðlögun hugbúnaðarkerfa til að geta tekið upp þetta nýja kerfi er í fullum gangi. Þetta er flókið verkefni, en við leggjum kapp á að allur verði undirbúningur verði sem bestur og breytingin gangi fyrir sig eins snurðulaust og frekast er kostur" segir Kári Arnór framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.