Nú um áramótin tóku gildi ákvæði, sem samþykkt voru á síðasta ársfundi sjóðsins, um nýtt réttindakerfi. Meginn tilgangur þessarar breytingar er að tryggja betra jafnvægi milli eigna sjóðsins á hverjum tíma og verðmætis þeirra lífeyrisréttinda sem sjóðurinn veitir. Gert er ráð fyrir að þessi kerfisbreyting hafi í för með sér óverulegar breytingar á áunnum réttindum sjóðfélaga, en nánar verður upplýst um þetta þegar uppgjör liggur fyrir og yfirfærlsan hefur farið fram. Ekki verða breytingar á lífeyrisgreiðslum til lífeyrisþega vegna þessa. Á næstu dögum verður bætt verulega við upplýsingum í "Spurt og svarað" á heimasíðu sjóðsins til að gera betur grein fyrir því í hverju kerfisbreytingin er fólgin, um leið og reynt er að svara helstu spurningum, sem sjóðfélagar kunna að hafa vegna þessa. Við hvetjum sjóðfélaga einnig til að hafa samband við sjóðinn og leita frekari upplýsinga um þessa breytingu, bæði um það sem þeim finnst óljóst og það sem þeim finnst að frekari skýringar vanti. Allar umsóknir um lífeyri, sem mótteknar voru fyrir sl. áramót verða afgreiddar miðað við eldra kerfi, en allar umsóknir sem mótteknar eru eftir áramótin verða afgreiddar mv. nýtt kerfi.