Óli Þór Birgisson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs og kemur til liðs við sjóðinn í nóvember. Óli Þór hefur 16 ára reynslu af innlendum og alþjóðlegum fjármálamarkaði. Frá 2012 hefur Óli Þór starfað í Bandaríkjunum við eignastýringu á sviði hátíðniviðskipta með vaxta- og gjaldeyrisafurðir hjá Vector Trading, Clear Capital Group Technologies, Crabel Capital Management og World Financial Desk. Fyrir það starfaði hann m.a. við áhættustýringu hjá Íslenskum verðbréfum og Saga Fjárfestingarbanka.
Óli Þór hefur lokið BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá UCLA Andersson School of Management.