Í dag býður lífeyriskerfið upp á meiri sveigjanleika við töku lífeyris en áður. Enn hefja flestir lífeyristöku við 67 ára aldur en þeim hefur fjölgað sem byrja fyrr. Sjóðfélagar Stapa geta hafið töku lífeyris hvenær sem er eftir að 60 ára aldri er náð.
Það er að sjálfsögu val sjóðfélaga hvenær taka lífeyris hefst en um leið fellur niður réttur til örorkulífeyris. Ef skert starfsgeta er ástæða þess að sjóðfélagi hefur töku eftirlauna er eðlilegt að skoða fyrst réttindi vegna örorkulífeyris.
Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér þessi mál vel og hafa samband við sjóðinn ef spurningar vakna.