01.11.2008
Vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir í fjármálum á Íslandi eru margir að velta því fyrir sér hvernig best sé
að ávaxta séreignarsparnað sinn. Stapi lífeyrissjóður fær nú margar fyrirspurnir um þetta efni frá sjóðfélögum
sínum.
Vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir í fjármálum á Íslandi eru margir að velta því fyrir sér hvernig best sé
að ávaxta séreignarsparnað sinn. Stapi lífeyrissjóður fær nú margar fyrirspurnir um þetta efni frá sjóðfélögum
sínum.
Eins og reynslan sýnir er almennt erfitt að ráðleggja fólki í þessu efni og þá sérstaklega á þeim óvissutímum
sem nú ríkja. Stapi lífeyrissjóður býður upp á 3 mismunandi leiðir í séreignarsparnaði Safn I, II og III. Safn I og II eru vel
áhættudreifð söfn sem ávöxtuð eru í markaðsverðbréfum sem nú eru að mestu leyti ríkisverðbréf.
Þótt þessi söfn séu ávöxtuð í tryggum eignum koma þau til með að sveiflast í verði. Á tímum sem
þessum er líklegt að markaðssveiflur geti verið öfgakenndar, bæði upp og niður. Þegar frá líður dregur væntanlega úr
þessum sveiflum. Ekkert bendir til annars en að eignir safnanna muni koma ágætlega út úr þeim hamförum sem nú ganga yfir þrátt
fyrir skammtímasveiflur. Þótt nú ríki vissulega mikil óvissa er ekki ástæða til að leggja of mikið upp úr sveiflum á
milli einstakra mánaða. Þær jafnast væntanlega út til lengri tíma litið. Vilji menn hins vegar ekki sæta þessum sveiflum býður
sjóðurinn upp á Safn III sem ávaxtað er í verðtryggðum innlánum sem nú eru ríkistryggð. Safnið er verðtryggt og ber
nú 8,05% vexti. Þetta safn er ekki háð markaðssveiflum, en vextir munu breytast í takt við vexti á innlánum hjá innlendum
lánastofnunum. Heimilt er að skipta á milli safna og miðast sú skipting við næstu mánaðamót eftir um hana hefur verið beðið. Engin
leið er að segja til um hvort Safn III muni gefa betri ávöxtun en hin söfnin þegar til framtíðar er litið, en það mun taka minni sveiflum.
Í rauninni er aðeins hægt að gefa fólki eitt ráð við núverandi aðstæður: Hafðu fjármuni
þína þar sem þú hefur minnstar áhyggjur af þeim.