Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð

Við viljum vekja athygli á því að þann 1. júlí sl. tóku gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Með lögunum er veittur réttur til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst sem innborgun eða til að greiða niður höfuðstól og afborganir lána sem tekin eru vegna kaupa á fyrstu íbúð. Þeir sem keyptu sína fyrstu fasteign á tímabilinu 1. júlí 2014 - 30. júní 2017 eða hafa verið að nýta sér eldri bráðabirgðaúrræði geta sótt um að færa sig í nýja úrræðið en sækja þarf um það fyrir árslok 2017.

Allar upplýsingar um úrræðið er að finna á heimasíðu RSK og leiðbeiningavef RSK.