Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða

All nokkur umræða hefur verið að undanförnu um rekstrarkostnað íslenskra lífeyrissjóða og gagnrýnt hefur verið hversu hár rekstrarkostnaðurinn er.  Vegna þessarar umræðu hafa Landssamtök lífeyrissjóða borið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóða í nokkrum aðildarríkum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD.  Skv. þeim samanburði er rekstarkostnaður íslenskra og danskra lífeyrissjóða lægri en í nokkrum öðrum aðildarríkum eða sem svarar til 0,2% af heildareignum sjóðanna.

Hér meðfylgjandi má sjá fréttatilkynningu Landssamtaka lífeyrissjóða.