Réttindi lækka um 6%

Í kjölfar efnahagshruns á árinu 2008 hafa flest allir íslenskir lífeyrissjóðir orðið að skerða réttindi sjóðfélaga. Í kjölfar efnahagshruns á árinu 2008 hafa flest allir íslenskir lífeyrissjóðir orðið að skerða réttindi sjóðfélaga. Á ársfundi Stapa lífeyrissjóðs á árinu 2010 var samþykkt tillaga um að lækka réttindi sjóðfélaga um 5% og skyldi lækkunin jafngilda þeirri hækkun sem yrði á vísitölu neysluverðs, þar til lækkunin hefði ná 5% eins og að var stefnt.  Var þessi útfærsla hugsuð til að sem minnst rask yrði á högum þeirra sem þegar væru komnir á lífeyri.  Skemmst er frá því að segja að útfærsla þessi fékkst ekki staðfest af Fjármálaráðuneytinu og kom því ekki til þessarar skerðingar á síðasta ári.

Við þessu varð að bregðast en tryggingafræðileg staða sjóðsins var orðin neikvæð í árslok 2010 um 11,7%, en miðað við samþykktir sjóðsins skal hún vera innan við 10%.  Kom því fram  tillaga frá stjórn á ársfundi sjóðsins 12. maí sl. um að lækka áunnin réttindi um 6%, vegna iðgjalda ársins 2010 og eldri.  Jafnframt var tillaga um að réttindaávinnsla til framtíðar skyldi lækkuð um 2,5%.  Var tillaga stjórnar samþykkt með miklum meirihluta.  Breytingarnar skyldu taka gildi frá upphafi næsta mánaðar eftir að samþykktirnar hefðu fengið staðfestingu Fjármálaráðuneytisins.    Staðfesting ráðuneytisins kom í byrjun september og taka breytingarnar gildi frá og með 1. október.