Safn III

Safn III er nýr kostur í ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði. Vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi hefur Stapi lífeyrissjóður ákveðið að bjóða upp á nýja ávöxtunarleið í séreignarsparnaði sjóðsins sem kölluð verður Safn III.  Safn III verður ávaxtað í innlánum hjá innlendum lánastofnunum sem nú eru ríkistryggð. Safnið mun því ekki taka markaðssveiflum, en ávöxtun þess mun á hinn bóginn ráðast af þeim vöxtum sem lánastofnanir bjóða. Óski fólk eftir því að draga enn frekar úr óvissu getur þetta verið valkostur. Hægt er að færa milli safna innan sjóðsins. Safn I og Safn II verða áfram opin en ávöxtun þeirra hefur gengið vel, en þau eru háð markaðssveiflum. Eignir þeirra safna eru í öruggum bréfum og markaðssveiflur undanfarið hafa verið söfnunum hagstæðar. Á þessari stundu bendir ekkert til þess að ávöxtun þeirra verði slök en vegna markaðssveiflna er óvissan þar meiri. Vert er að hafa í huga að sveiflurnar kunna áfram að verða þeim söfnum í hag líkt og undanfarið þótt ekki sé hægt að fullyrða um slíkt.