"Þetta eru búnir að vera langir og strangir samningar milli þessara aðila, allt frá því í byrjun árs 2009. Nokkuð langt var á milli aðilia í upphafi, en við höfum þokast nær hver öðrum með tímanum. Oft hefur slitnað upp úr, en á endanum náðist þetta saman" segir Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.
Uppgjörið er í samræmi við bókfærða stöðu samninganna í bókum lífeyrissjóðsins og hefur því ekki áhrif á stöðu sjóðsins. "Við erum fengnir því að þetta sé frá, enda var þetta stærsta óvissan í bókum sjóðsins. Má því segja að innlenda bankahrunið sé að mestu frá í okkar efnahag, þótt mikil óvissa sé enn bæði á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum" sagði Kári Arnór, en stjórn sjóðsins og skilanefnd bankans hafa staðfest samkomulagið.