Yfirlit séreignar send til óvirkra sjóðfélaga eldri en 60 ára

Sjóðurinn sendir tvisvar á ári yfirlit til þeirra sem greiða í sjóðinn, svo þeir geti fylgst með að iðgjöld skili sér. Sjaldnar eru send yfirlit til þeirra sem eiga eldri eign en eru ekki að greiða lengur til sjóðsins.

Um þessar mundir er Stapi að senda út yfirlit til þeirra sem eru eldri en 60 ára og hafa ekki greitt í séreign til sjóðsins frá 1. apríl 2020 en eiga þar inneign. Þeim er þar bent á að séreign er laus til útborgunar frá 60 ára aldri og vísað á hvernig þeir geta sótt um útgreiðslu en henni má dreifa á lengra tímabil, taka allt eða hluta út í einu lagi.

  • Hægt er að fylla út rafræna umsókn á umsóknavef Stapa:
  • Hafa má samband við sjóðinn ef aðstoðar er þörf eða ef sjóðfélagi óskar eftir að fá umsóknareyðublað sent.

Ef sjóðfélagi óskar ekki eftir útborgun að sinni, þá ávaxtar sjóðurinn inneign hans áfram.

Elsti aldurshópurinn, 70 ára og eldri fengu yfirlit um mánaðamótin október/nóvember og hafði um 10% rétthafa sótt um útgreiðslu strax fyrir lok nóvember. Næsta útsending er til sjóðfélaga 67-70 ára sem fær yfirlit núna í byrjun desember en 60-67 ára fá yfirlit á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Allir sjóðfélagar geta skoðað inneign sína í séreign á vef sjóðfélaga þegar þeim hentar. Einfalt er að skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum, velja flipann réttindi og undirflipann séreign.