Séreignardeild

Tilkynning til rétthafa: Óvissan sem nú er á fjármálamörkuðum hefur gert það að verkum að nær ógjörningur er að verðmeta eignir. Með hliðsjón af þessu telur stjórn Stapa lífeyrissjóðs ekki rétt að gefa út gengi fyrir söfn séreignardeildarinnar. Tilkynning til rétthafa: Óvissan sem nú er á fjármálamörkuðum hefur gert það að verkum að nær ógjörningur er að verðmeta eignir. Með hliðsjón af þessu telur stjórn Stapa lífeyrissjóðs ekki rétt að gefa út gengi fyrir söfn séreignardeildarinnar. Séreignardeildin hefur boðið upp á tvö söfn þ.e. tvær mismunandi sparnaðarleiðir sem verið hafa með daglegu gengi. Söfnin eru að mestu leyti í ríkisverðbréfum og að nokkru mæli í erlendum eignum. Verðmyndun á innlenda ríkisverðbréfamarkaðinum hefur verið mjög sveiflukennd og öfgafull að undanförnu í litlum viðskiptum og veruleg óvissa hefur ríkt um gengi íslensku krónunnar.  Því hefur verið ákveðið að fresta útreikningi á gengi safnanna þar til meiri vissa fæst um virði eigna, en eignir safnanna eru metnar á markaðsvirði hverju sinni. Sjóðurinn vill sérstaklega taka fram að þótt útreikningi á gengi sé frestað um sinn gefur það ekki neinar vísbendingar um virðisrýrnun safnanna eða vandamál, önnur en þá óvissu sem ríkir um verðmyndun eigna. Söfnin eru í eins öruggum eignum og gerlegt er á þessum tímum og á þessari stundu bendir ekkert til þess að þau hafi orðið fyrir tjóni.