Sérfræðingur í eignastýringu

Arne Vagn Olsen hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu hjá sjóðnum og mun hefja störf á næstunni. Arne Vagn Olsen hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu hjá sjóðnum og mun hefja störf á næstunni. Arne Vagn lauk prófi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri 1997 og stundaði MBA nám við Copenhagen Business School á árunum 2003-2004.  Hann hefur lokið námi til löggildingar í verðbréfamiðlun.  Arne Vagn hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1999 og unnið hjá Íslenskum verðbréfum hf. nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og sölusviðs.  
Arne Vagn er kvæntur Dagnýju Þóru Baldursdóttur iðjuþjálfa og eiga þau 3 dætur.