Sérstök heimild til úttektar á viðbótarlífeyrissparnaði framlengd

Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja enn á ný tímabundna úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Núgildandi heimild átti að renna út nú í árslok, en nú hefur heimild til úttektar verið framlengd til loka árs 2014. Jafnframt hefur heimild til úttektar verið hækkuð úr 6,2 milljónum í 9 milljónir og er úttektartíminn 15 mánuðir. Hámarksúttekt á mánuði hækkar því úr 416.667 kr. í 600 þúsund kr.

Umsókn um sérstaka útborgun á séreign má finna hér.