Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt nýjar siðareglur fyrir sjóðinn. Undanfarið hefur verið unnið að nýjum og siðareglum fyrir Stapa lífeyrissjóð. Sjóðurinn vill með þessu koma til móts við þá gagnrýni sem verið hefur um þessi efni á undanförnum misserum. Nýju reglurnar eru ítarlegri og er ætlað að taka á flestum þeim þáttum sem koma upp í rekstri lífeyrissjóðs og samskiptum við sjóðfélaga, viðskiptaaðila, eftirlitsaðila, fjölmiðla og almenning.
Tilgangur reglnanna er að vera leiðbeinandi fyrir starfsmenn og eftir atvikum stjórnarmenn sjóðsins um góða hegðun, heiðarleika og ráðvendni í störfum sínum fyrir sjóðinn. Reglurnar má nálgast undir regluverki sjóðsins.