12.09.2012
Sigurður Hólm Freysson hefur sagt sig úr stjórn Stapa lífeyrissjóðs.
Sigurður Hólm Freysson hefur sagt sig úr stjórn Stapa lífeyrissjóðs.
Sigurður Hólm, sem er frá Eskifirði og hefur setið í stjórn Stapa lífeyrissjóðs frá stofnun sjóðsins, gerði
grein fyrir því á síðasta fundi stjórnar sjóðsins að hann hefði ákveðið að láta af stjórnarstörfum og
segja sig úr stjórninni. Sigurður tók það fram að úrsögnin væri hans eigin ákvörðun og tengdist á engan hátt
einhverri óánægju með störf sjóðsins eða stjórnarinnar. Jafnframt tilkynnti hann að hann segði sig úr Endurskoðunarnefnd
sjóðsins. Stjórnarmenn og starfsmenn sjóðsins vilja á þessum tímamótum þakka Sigurði fyrir vel unnin störf í
þágu sjóðsins á undanförnum árum, sem hann hefur rækt af fagmennsku og samviskusemi.
Þorkell Kolbeins frá Höfn í Hornafirði hefur tekið sæti Sigurðar sem aðalmaður í stjórn.