01.11.2011
Nú ættu allir greiðandi sjóðfélagar hjá Stapa að hafa fengið sjóðfélagyfirlit sent heim.
Nú ættu allir greiðandi sjóðfélagar hjá Stapa að hafa fengið sjóðfélagyfirlit sent heim.
Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagyfirliti við greidd iðgjöld skv. launaseðlum.
Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks innheimtudeildar sjóðsins við lausn málsins.
Ef launþegi hefur ekki fengið yfirlit en telur að vinnuveitandi hafi átt að skila til sjóðsins er afar mikilvægt
að hafa samband við sjóðinn.
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa við gjaldþrot, skulu
launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til lífeyrissjóðsins. Ef upplýsingar um iðgjöld
vantar á yfirlitið er mikilvægt að launþegi tilkynni það til lífeyrissjóðsins, með framlagningu launaseðla innan 60 daga frá
útsendingu yfirlits. Komi ekki fram athugasemd frá launþega, er lífeyrssjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum sem þessi
iðgjöld skapa, að því marki sem þau fást greidd.