Sjóðfélagayfirlit í póstdreifingu og á vef

Á næstu dögum berast sjóðfélögum Stapa yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar frá útsendingu síðasta yfirlits. Yfirlitin eru nú þegar aðgengileg á sjóðfélagavef.

Stapi brýnir fyrir sjóðfélögum að bera iðgjaldagreiðslur saman við launaseðla. Ef upplýsingar um iðgjöld vantar á yfirlitið er áríðandi að tilkynna það til sjóðsins innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins.

Mikilvægt er að yfirfara hvort launagreiðandi skili inn mótframlagi í samræmi við kjarasamning. Hlutfallstala iðgjalds og mótframlags birtist fyrir aftan nafn launagreiðanda á yfirlitunum. Ef sjóðfélagi er ekki viss um hvert mótframlagið á að vera er rétt að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag.

Það er auðvelt að fylgjast með réttindum og iðgjaldaskilum með rafrænum hætti á sjóðfélagavef. Þar er einnig hægt að skoða útsend yfirlit undir Skjöl. Við hvetjum sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni með því að afþakka pappír.

Nánari útskýringar má finna á www.stapi.is/yfirlit þar sem farið er yfir einstaka þætti.

Stapi gaf út nýtt fréttabréf á dögunum í því er meðal annars fjallað um ávöxtun tryggingadeildar síðustu níu mánuði, aðgerðir og úrræði sem bjóðast sjóðfélögum vegna Covid-19 og ýmislegt fleira.

Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef frekari upplýsinga er óskað. Hægt er að senda beiðni á stapi@stapi.is eða hafa samband við okkur í síma 460-4500 til að fá aðstoð