Almenn heimild til skattfrjálsar nýtingar séreignar inn á lán vegna íbúðarhúnæðis til eigin nota hefur verið framlengd um eitt ár, til 31. desember 2025. Virk ráðstöfun framlengist sjálfkrafa en þeir sem hyggjast hætta nýtingu úrræðisins þurfa að tilkynna það til Skattsins.
Viðmiðunarfjárhæðir verða áfram þær sömu, árleg hámarksfjárhæð fyrir einstakling er 500.000 kr. en fyrir hjón og einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar er hámarksfjárhæð 750.000 kr.
Allar upplýsingar um nýtingu séreignarsparnaðar inn á lán er að finna á vefsíðu Skattsins.