Skrifstofur Stapa lokaðar fyrir heimsóknir

Skrifstofur Stapa á Akureyri og í Neskaupstað verða lokaðar fyrir heimsóknir frá og með fimmtudeginum 25. mars. Áfram verður tekið á móti gögnum í afgreiðslu sjóðsins á Akureyri á hefðbundnum opnunartíma.

Ákvörðun varðandi þessa ráðstöfun er hluti af viðbragðsáætlun sjóðsins vegna útbreiðslu COVID-19. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga, launagreiðendur og aðra sem þurfa að leita til sjóðsins gegnum tölvupóst eða síma. Starfsemin verður skipulögð þannig að sem minnst röskun verði á þjónustu en búast má við að það hægi á einhverjum þáttum.

Þeir sem eiga erindi við sjóðinn eru hvattir til að nýta neðangreindar þjónustuleiðir:

  • Sjóðfélagavefur
    Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, stöðu lána, sjóðfélagayfirlit o.fl.

  • Launagreiðendavefur
    Launagreiðendur finna allar upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins á launagreiðendavef.

  • Umsóknir
    Allar umsóknir sjóðsins er að finna á umsóknarvef. Hægt er að skila inn öllum umsóknum nema vegna sjóðfélagalána með rafrænum skilríkum. Umsóknum vegna sjóðfélagalána og önnur gögn þeim tengdum má senda í tölvupósti á netfangið lan@stapi.is. Gögn til undirritunar sendir sjóðurinn í ábyrgðarpósti eða til rafrænnar undirritunar.

  • Símaþjónusta og tölvupóstur
    Hægt er að senda fyrirspurnir til sjóðsins í tölvupósti á stapi@stapi.is. Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-15:00 í síma 460-4500.

  • Skil á gögnum
    Hægt er að skila inn gögnum á hefðbundnum opnunartíma í afgreiðslu sjóðsins í Strandgötu 3 á Akureyri.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.