Stapi hefur opnað skrifstofur sínar fyrir heimsóknir að nýju. Við hvetjum þá sem eiga erindi við sjóðinn til að gæta sóttvarna og nýta áfram rafrænar þjónustuleiðir þegar hægt er.
Við gætum þess að fara eftir neðangreindum leiðbeiningum:
- Vera með andlitsgrímu.
- Virða 2ja metra regluna.
- Sinna handþvotti og spritta hendur þegar inn er komið.
- Þeir sem finna fyrir einkennum Covid-19, hafa verið erlendis síðustu 14 daga, bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku eða eru í einangrun eða sóttkví vegna veirunnar eru beðnir um að koma ekki á skrifstofur okkar.
Rafrænar þjónustuleiðir:
- Sjóðfélagavefur
Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, stöðu lána, sjóðfélagayfirlit o.fl.
- Launagreiðendavefur
Launagreiðendur finna allar upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins á launagreiðendavef.
- Umsóknir
Allar umsóknir sjóðsins er að finna á umsóknarvef. Hægt er að skila inn öllum umsóknum með rafrænum skilríkum. Gögn til undirritunar sendir sjóðurinn í ábyrgðarpósti.
- Símaþjónusta og tölvupóstur
Hægt er að senda fyrirspurnir til sjóðsins í tölvupósti á stapi@stapi.is. Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-15:00 í síma 460-4500.