Snemmtaka lífeyris hefur nú áhrif á frestunarhækkun Tryggingarstofnunar

Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 þá er heimild til hækkunar vegna frestunar hjá Tryggingastofnun bundin því skilyrði að viðkomandi hafi ekki áður fengið greidd eftirlaun frá lífeyrissjóðum. Ákvæðinu hefur hingað til ekki verið framfylgt en því var breytt frá og með 1. janúar 2025. Breytingin mun aðeins gilda um þá sem eru fæddir 1958 og síðar.

Ef einstaklingur hefur hafið töku lífeyris úr lífeyrissjóði þá mun sá upphafsdagur vera viðmiðunardagur fyrir frestunarhækkanir. Miðað verður við upphafsdagsetningu eftirlauna úr lífeyrissjóðum og ef það er aðeins sótt úr um einum af mörgum þá verður miðað við upphafsdagsetningu úr fyrsta sjóði.

Dæmi: Einstaklingur sem verður 67 ára í janúar 2025 sækir um ellilífeyri frá Tryggingastofun frá með 1. mars 2025 á rétt á sem nemur einum mánuði í frestunarhækkun ef hann hefur ekki hafið töku lífeyris úr lífeyrissjóði. Ef hann hefur hafið töku lífeyris úr lífeyrissjóði fyrr, t.d. frá og með 1. september 2024 þá er viðmiðunarmánuður frestunarhækkana sú dagsetning og hann mun því ekki eiga rétt á frestunarhækkun hjá TR.

Þetta hefur ekki áhrif á þá einstaklinga sem óska eftir að byrja hjá TR fyrir 67 ára aldur. Þeir þurfa að vera búnir að sækja um og fá samþykkta snemmtöku úr öllum lífeyrissjóðum.