Ráðgjafafyrirtækið Verdicta, sem gefur út PensionPro – matskerfi lífeyrissjóða, hefur valið séreignardeild Stapa sem séreignasjóð ársins eftir að hafa sett saman einkunnir og mat á öllum þeim 74 séreignaleiðum sem í boði eru hér á landi.
Greiningin byggir á sögulegum gögnum.
Í rökstuðningi fyrir vali á Stapa kom fram að tvær af séreignarleiðum sjóðsins eru með bestu ávöxtun séreignaleiða séu gögn skoðuð langt aftur í tímann. Þar séu litlar sveiflur, löng saga og ágæt upplýsingagjöf.
Í séreign Stapa er boðið upp á þrjár ávöxtunarleiðir:
Raunávöxtun á árinu 2016 var 2,55% á Innlána safninu, 1,33% á Varfærna safninu og -0,20% á Áræðna safninu.