Stapi lífeyrissjóður hefur fyrstur íslenskra lífeyrissjóða gerst aðili að Alþjóðasamtökum framtaksfjárfesta (e. Institutional Limited Partners Accociation). Samtökin eru leiðandi í hagsmunagæslu fyrir framtaksfjárfesta gagnvart stýringaraðilum og stjórnvöldum á heimsvísu og hafa auk þess verið í fararbroddi hvað varðar bestu framkvæmd (e. Best practice) þegar kemur að áreiðanleikakönnunum og stöðlun upplýsingagjafar svo fátt eitt sé nefnt. Með aðild að samtökunum fær Stapi að auki aðgang að greiningartólum sem nýtast við stýringu og vali á framtaksstýrendum hverju sinni.
Aðilar að ILPA telja nú um 4.000 frá um 50 löndum, sem samanlagt eru eigendur að 50% allra framtaksfjárfestinga í heiminum. Nánari upplýsingar um ILPA er að finna á slóðinni www.ilpa.org.