Stapi lífeyrissjóður stefnir ALMC hf.

Í dag var þingfest stefna í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem sjóðurinn stefnir ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki) Í dag var þingfest stefna í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem sjóðurinn stefnir ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki)  til greiðslu á kröfum sjóðsins, en þeim kröfum var lýst of seint vegna mistaka Lögmannsstofunnar ehf., eins og kunnugt er. Í stefnunni kemur fram að sjóðurinn telur að krafan eigi að halda gildi sínu og fá sömu meðferð og aðrar kröfur, þar sem Straumur-Burðarás (nú ALMC hf.) hafi náð nauðasamningum við kröfuhafa  sína, en ekki farið í gjaldþrot.

„Það er mikilvægt að þetta mál sé loks komið af stað, þannig að úr þessu fáist skorið. Þetta hefur tekið langan tíma. Bíða þurfti niðurstöðu í því hvort nauðasamningar yrðu samþykktir og að félaginu yrði kosin ný stjórn, áður en við gátum komið þessu fyrir dóm. Það er líklegt að málið taki nokkurn tíma fyrir dómstólum, eins og ástandið er núna, og eins líklegt að héraðsdómsniðurstöðu verði áfrýjað. Við eigum því ekki von á niðurstöðu alveg á næstunni“  sagði Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri sjóðsins. 

Það er Garðar Garðarsson hrl. hjá Landslögum sem flytur málið fyrir sjóðinn.