Nokkrar breytingar eru yfirvofandi á starfsmannahópi Stapa lífeyrissjóðs.
Á vormánuðum mun Soffía Margrét Sigurðardóttir láta af stöfum og hefur sjóðurinn ráðið Elsu Sif Björnsdóttur inn á lífeyrissvið í hennar stað. Elsa hefur síðustu 12 ár starfað í Noregi, m.a. við bókhald og gerð fjárhagsáætlana.
Jóhanna Ásmundsdóttir hættir einnig störfum í vor vegna aldurs, Jóhanna starfar á skrifstofu sjóðsins á Neskaupstað, í hennar stað hefur sjóðurinn ráðið Lilju Salný Gunnlaugsdóttur. Lilja hefur lengst af starfað hjá Íslandspósti á Neskaupstað, undanfarin ár sem afgreiðslustjóri.
Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin til að sinna þeim störfum sem Anna Lilja Gunnlaugsdóttir sinnti áður, en hún tók við starfi skrifstofustjóra af Guðmundi Baldvini Guðmundssyni nú um áramót, en það er m.a. umsjón með kynningar- og vefmálum. Kristín hefur lengst af síns starfsferils starfað hjá Sjóvá Almennum tryggingum.
Ágústa Hrönn Kristinsdóttir hefur verið ráðin til að sinna ráðgjöf og afgreiðslu lánamála, hún mun hefja störf 1. júní nk. Ágústa hefur mikla reynslu af ráðgjöf og afgreiðslu lánamála frá Íslandsbanka og Landsbanka.
Stapi lífeyrissjóður væntir góðs af samstarfinu við nýja starfsmenn og þakkar þeim samstarfið sem á braut eru að halda.