Með iðgjaldagreiðslum til Stapa byggir sjóðfélagi upp réttindasjóð sem líkja má við verðbréfasjóð sem ávaxtast í samræmi við eignir sjóðsins. Réttindasjóðurinn ákvarðar rétt til ævilangra eftirlauna.
Sjóðfélagi hefur eftirfarandi valmöguleika þegar hugað er að töku eftirlauna:
- Hægt er að hefja töku eftirlauna á aldrinum 60-80 ára. Mánaðarleg eftirlaun eru hærri ef sjóðfélagi seinkar töku eftirlauna því þá dreifist réttindasjóður hans á færri áætlaða ólifaða mánuði.
- Sjóðfélagi getur ákveðið að hefja töku 50% eftirlauna. Þessi möguleiki getur hentað ef sjóðfélagi vill minnka við sig vinnu en vill halda því sem næst fyrri tekjum.
- Tryggingastofnun býður einnig upp á töku hálfs ellilífeyris á móti hálfum lífeyrissjóði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
- Sá sem hefur töku eftirlauna að hluta eða að fullu fyrir 67 ára aldur getur hætt tökunni og hafið hana á ný síðar. Sjóðfélagi er þó bundinn við val sitt í minnst 12 mánuði í senn.
- Inneign í séreign er laus til útborgunar við 60 ára aldur og tilgreind séreign á ákveðnu árabili frá 62 ára aldri. Sækja þarf um útgreiðslu til hvers og eins séreignarsjóðs.
- Eftirlaun eru úrskurðuð á grunni tilkynningar frá sjóðfélaga. Hægt er að nálgast eyðublöð eða sækja um rafrænt á heimasíðu Stapa. Sjóðurinn sendir tilkynninguna áfram til annarra lífeyrissjóða nema um annað sé beðið. Einnig er hægt að óska eftir því að send sé staðfesting á Tryggingastofnun
Á vef sjóðfélaga er hægt að fylgjast með réttindum hjá sjóðnum og hvort iðgjöld hafa skilað sér. Þar er einnig hægt að afþakka pappír.
Hægt er að skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða veflykli.