"Þolanlegt miðað við erfitt umhverfi"

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2008. Samkvæmd niðurstöðu ársreikningsins var ávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins jákvæð um 0,2% á árinu 2008. Raunávöxtun var hins vegar neikvæð um 13,9%. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2008. Samkvæmd niðurstöðu ársreikningsins var ávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins jákvæð um 0,2% á árinu 2008. Raunávöxtun var hins vegar neikvæð um 13,9%. Tryggingafræðileg staða sjóðsins versnaði umtalsvert og var hún í árslok neikvæð um 6,9% sem er verulega fyrir ofan skerðingarmörk, en fari sjóður niður fyrir -15% verður hann að skerða réttindi skv. lögum. Ekki er því nauðsyn á því miðað við þessa afkomu sjóðsins.

„Þetta verður að teljast þolanlegt miðað við erfitt umhverfi“ segir Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins. „Þetta er að vísu versta afkoma sjóðsins frá upphafi, en hafa verður í huga að við erum ekki að koma út úr neinu venjulegu ári. Það algjöra hrun sem hér varð hafði mjög neikvæð áhrif á afkomuna. Ávöxtun sjóðsins gekk vel fram í september, en þegar hrunið skall yfir þurrkaðist öll ávöxtun ársins út. Við náðum þó að halda í höfuðstólinn sem er sennilega ásættanlegt við þessar aðstæður. Við höfðum að mestu selt hlutabréf sjóðsins fyrir fallið og erum fyrst og fremst að tapa á skuldabréfa eign okkar á bankana og innlend fyrirtæki, sem og á gjaldmiðaskiptasamningum við bankana gömlu. Mikil óvissa ríkir um margt í þessu efni. Gætt hefur verið varúðar við mat á eignum og samningum og vonumst að endanleg útkoma verði heldur skárri en ég ítreka að um þetta er veruleg óvissa. Þetta mun þó að nokkru ráðast af efnahagsþróuninni á þessu og næsta ári en búast má við að umhverfið verði áfram erfitt“ sagði Kári Arnór að lokum.