19.12.2008
Stjórn Stapa ákvað á stjórnarfundi að lækka tímabundið dráttarvexti af iðgjaldakröfum til sjóðsins.
Dráttarvextir af iðgjaldakröfum verða því einungis 10% frá 1. október sl. (þegar bankahrunið varð) til 28. febrúar 2009 vegna
uppgjöra sem gerð eru á þessu tímabili. Þeir sem ekki gera upp vanskil á þessu tímabili munu hins vegar greiða þá almennu
dráttarvexti sem í gildi eru. Almennir dráttarvextir eru nú 26,5% en munu lækka í 25% þann 1. janúar n.k.
Stjórn Stapa ákvað á stjórnarfundi að lækka tímabundið dráttarvexti af iðgjaldakröfum til sjóðsins.
Dráttarvextir af iðgjaldakröfum verða því einungis 10% frá 1. október sl. (þegar bankahrunið varð) til 28. febrúar 2009 vegna
uppgjöra sem gerð eru á þessu tímabili. Þeir sem ekki gera upp vanskil á þessu tímabili munu hins vegar greiða þá almennu
dráttarvexti sem í gildi eru. Almennir dráttarvextir eru nú 26,5% en munu lækka í 25% þann 1. janúar n.k.
"Markmiðið með þessari tímabundnu lækkun er að gera launagreiðendum auðveldara með að standa í skilum við sjóðinn" segir
Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins. "Við höfum verið að leita leiða til að koma til móts við
þá sem eru að greiða til okkar nú þegar herðir að hjá flestum launagreiðendum. Mikið hefur verið spurst fyrir um hvað
sjóðurinn getur gert í þessu efni og við teljum að þessi lausn sé hagkvæm. Okkur finnst mikilvægt að reglan sé almenn og
nýtist öllum og ekki sé gert upp á milli aðila í þessu efni. Lækkunin er tímabundin, sem við vonumst til að hvetji til uppgjörs.
Lækkunin nær þannig eingöngu til skulda sem gerðar verða upp á þessu tímabili. Skuldir sem ekki verða gerðar upp munu hins vegar halda
áfram að bera lögbundna dráttarvexti á þessu tímabili. Við vonumst því til að launagreiðendur nýti sér þetta
tilboð og geri upp og lækki um leið sinn kostnað. Það er vonandi hagstætt fyrir báða aðila. Jafnframt höfum við ákveðið að
einstaklingar sem fengið hafa innheimtur vegna eftirlits ríkisskattstjóra á vangoldnum iðgjöldum vegna ársins 2007 fái 50% afslátt af
áföllnum dráttarvöxtum enda verði þær kröfur gerðar upp fyrir 20. janúar 2009. Þetta hvetur vonandi einnig til þess að
slíkar skuldir verði gerðar upp sem fyrst."