Stapi lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Frá upphafi hefur sjóðurinn verið með skrifstofur á tveimur stöðum, í Neskaupstað og á Akureyri.
Árið 2021 flutti skrifstofan í Neskaupstað í Múlann samvinnuhús en þar eru mörg fyrirtæki og stofnanir með aðsetur. Frekari uppbygging er nú framundan í Múlanum en eigendur hússins, Samvinnufélag Útgerðarmanna, hyggjast byggja við húsið og nemur stækkunin um 600 fermetrum.
Reiknað er með að byggingin verði tilbúin um næstu áramót og mun Stapi þá flytja sig um set í stærra húsnæði í viðbyggingunni.