Stapi lífeyrissjóður tók upp nýtt réttindakerfi um sl. áramót. Yfirfærsla úr eldra kerfi hefur gengið vel og unnið er hörðum höndum við að klára lausa enda vegna nýja kerfisins. Ljóst er þó að þetta mun taka nokkurn tíma. Eitt af því sem enn hefur ekki verið klárað er tenging við sjóðfélagavef sjóðsins. Á meðan að staðan er með þeim hætti munu sjóðfélagar ekki sjá réttindi sín hjá Stapa á sjóðfélagavef sjóðsins eða í lífeyrisgáttinni. Vonast er til að þessi staða vari ekki lengi og að þessar leiðir til að sjá réttindi verði opnaðar innan skamms.
Við bendum sjóðfélögum sem vilja fá þessar upplýsingar að hafa samband við sjóðinn. Sjóðurinn mun tilkynna það þegar þessir vefir verða orðnir virkir aftur til að sýna réttindi frá sjóðnum.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa en vonast er til að þetta ástand vari ekki lengi.