Greiðslufrestur sjóðfélagalána og úttekt séreignar

  • Úttekt séreignarsparnaðar

Hjá Stapa er nú beðið átekta varðandi heimild til úttektar séreignarsparnaðar í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19. Lög um málið hafa ekki verið afgreidd frá Alþingi og því er beðið nánari útfærslu. 

Samkvæmt tillögunum sem liggja fyrir Alþingi er stefnt að því að vörsluaðilar byrji að taka á móti umsóknum í apríl en að umsóknarfrestur verði til 1. janúar 2021. 

Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu sjóðsins um leið og þær liggja fyrir. 

  • Greiðslufrestur lána

Stapi mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem hafa tekið lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19. Boðið verður upp á greiðsluhlé sjóðfélagalána til allt að 6 mánaða.

Sjóðfélagar sem geta greitt afborganir af lánum sínum eru hvattir til að gera það enda er ekki um niðurfellingu gjalddaga að ræða heldur er þeim eingöngu frestað. 

Unnið að útfærslu hjá sjóðnum. Umsókn og nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu sjóðsins fyrir mánaðamót.