Útsending til sjóðfélaga

Það er komið að haustútsendingu sjóðfélagayfirlita og á næstu dögum berast yfirlit með upplýsingum yfir iðgjaldahreyfingar ársins 2015. Sem fyrr er lögð áhersla á mikilvægi þess að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðli. Nauðsynlegt er að bregðast við vanti innborganir og er vakin athygli á ábyrgð launþega í þeim efnum eins og fram kemur á yfirlitunum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið idgjold@stapi.is eða hafa samband í síma 460 4500 vakni spurningar eða útskýringa er þörf. 

Á sjóðfélagavef Stapa er hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um réttindi og iðgjaldagreiðslur sem og yfirlit. Hægt er að skrá sinn inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Vanti veflykil eða hann er gleymdur er hægt að fá nýjan sendan í heimabanka.  Þeir sjóðfélagar sem vilja afþakka pappírsyfirlit geta gert það á sjóðfélagavefnum. Undir Stillingar/Notendaupplýsingar er hægt að haka í „Afþakka pappír“. Ekki gleyma að skrá inn tölvupóstfang undir Notendaupplýsingar svo rafrænar tilkynningar berist.