Vegna fréttaflutnings um áhrif séreignarsparnaðar á greiðslur Tryggingastofnunar

Frétt af heimasíðu Tryggingastofnunar, tr.is: Séreignarsparnaður hefur almennt ekki áhrif á útreikning lífeyrisgreiðslna (elli-, örorku-, slysa- og endurhæfingarlífeyris og tengdra greiðslna) frá Tryggingastofnun. Frétt af heimasíðu Tryggingastofnunar, tr.is: Séreignarsparnaður hefur almennt ekki áhrif á útreikning lífeyrisgreiðslna (elli-, örorku-, slysa- og endurhæfingarlífeyris og tengdra greiðslna) frá Tryggingastofnun.
Úttekt séreignarsparnaðar hefur eingöngu áhrif á  uppbætur á lífeyri, þ.e.a.s. uppbót vegna kostnaðar (t.d. mikils lyfjakostnaðar) og sérstaka uppbót vegna framfærslu, svokallaða lágmarksframfærslutryggingu, sem tryggir öllum lífeyrisþegum lágmarksgreiðslu ef tekjur þeirra eru undir ákveðnum viðmiðum. Breytir það engu hvort séreignarsparnaðurinn er greiddur mánaðarlega eða sjaldnar.

Viðmiðin eru nú eftirfarandi:

Lífeyrisþegi sem býr einn og er með heimilisuppbót: 203.005 kr. á mánuði.
Lífeyrisþegi sem er í sambúð og því ekki með heimilisuppbót: 174.946 kr. á mánuði.