Í síðustu viku kom upp villa í tekjuathugun lífeyrisþega sem rekja má til mistaka sem urðu í vinnslukerfi RSK. Af þeim sökum fengu margir örorkulífeyrisþegar röng bréf. Strax og mistökin uppgötvuðust var tekjuathugunin endurunnin og ný bréf send í lok síðustu viku og ættu að hafa borist lífeyrisþegum í gær og í dag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.