Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á vef launagreiðenda hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna iðgjalda sem borist hafa sjóðnum frá 1. október 2021 til 28. febrúar 2022 eru nú aðgengileg á vefnum.
Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.
Í tölvupóstinum var áréttuð sú breyting sem gerð var sl. haust þegar dráttarvextir fóru að reiknast á kröfur í netbanka sem einfaldar uppgjör iðgjalda sem greiðast eftir eindaga. Mikilvægt er að greiða elstu kröfu fyrst til að dráttarvextir reiknist rétt. Hægt er að greiða inn á kröfur.
Til að fá sendar kröfur í netbanka þarf að fara í Stillingar á vef launagreiðenda og merkja í þar til gerðan reit í Notendaupplýsingar. Einnig má hafa samband við sjóðinn.
Við hvetjum launagreiðendur jafnframt til að skrá inn virk netföng á vefinn til að auðvelda upplýsingagjöf.
Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.