Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á vef launagreiðenda hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna iðgjalda sem borist hafa sjóðnum frá 1. mars til 30. september 2022 eru nú aðgengileg á vefnum.
Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.
Launagreiðendur sem ekki fá nú þegar kröfur í netbanka geta óskað eftir því með því að senda tölvupóst á idgjöld@stapi.is.
Mikilvægt er að greiða elsta gjalddaga fyrst til að dráttarvextir reiknist rétt. Hægt er að greiða inn á kröfur.
Í orðsendingunni er einnig minnst á breytingar sem verða á mótframlagi um næstu áramót þegar lög frá júní sl. taka gildi. Þar er lögfest að mótframlag launagreiðenda verði 11,5% (var áður 8%) en iðgjald launþega verður óbreytt, 4%. Hjá þeim launagreiðendum sem nú þegar greiða 11,5% í mótframlag verða engar breytingar. Ef kveðið er á um aðra hlutfallstölu í kjarasamningum þá gildir hún þar til samkomulag hefur náðst um annað.
Launagreiðendur eru beðnir um að kynna sér lagabreytinguna og hækka mótframlag vegna iðgjalda frá og með janúar 2023, ef breytingin á við um þá.
Við hvetjum jafnframt launagreiðendur til að skrá inn virk netföng á vefinn til að auðvelda upplýsingagjöf.
Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.