Yfirlit berast sjóðfélögum

Nú hafa yfirlit með upplýsingum yfir iðgjaldahreyfingar ársins 2014 verið póstlögð til sjóðfélaga Stapa. Mikilvægt er að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðli. Vanti innborganir skal hafa samband við launagreiðanda eða starfsfólk Stapa í síma 460 4500. Jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið idgjold@stapi.is.

Það er ánægjulegt hversu margir hafa brugðist við og afþakkað pappírsyfirlit. Viljum við halda áfram að hvetja til þess að sá kostur sé skoðaður en hér á forsíðunni er farið yfir hvernig hægt er að afþakka pappír á sjóðfélagavefnum. Sem fyrr er vakin athygli á því að á sjóðfélagavef Stapa er hægt að fá nýjustu upplýsingar um réttindi og iðgjaldagreiðslur. Vanti lykilorð eða sé það gleymt er hægt að fá nýtt sent í heimabanka.

Meðfylgjandi útsendingu sjóðfélagayfirlita að þessu sinni er fréttabréf frá Stapa lífeyrissjóði er þar koma meðal annars fram helstu upplýsingar um starfsemi sjóðsins á árinu 2014.