Ný lagaákvæði um viðbótarlífeyrissparnað – hækkun úr 2% í 4%

Þann 1. júlí nk. hækkar heimild launafólks til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna séreignarsparnaðar úr 2% af launum í 4%. Þeir launþegar sem voru með 4% samning fyrir eiga að hækka sjálfkrafa en mikilvægt er að launagreiðendur fylgi þessum breytingum vel eftir. 

Viðbótariðgjald til séreignardeildar Stapa er undanþegið staðgreiðslu og því um hagkvæmt sparnaðarform að ræða. Hér á heimasíðunni má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um söfn séreignardeildarinnar.   Stapi hvetur launþega til að kynna sér kosti séreignarsparnaðar og nýta sér þær heimildir sem í boði eru. Samkvæmt nýjum lögum geta einstaklingar nú ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán frá og með 1. júlí nk. en nánari umfjöllun um þá ráðstöfun má finna hér.

Þeir launþegar sem voru með 2% en vilja greiða 4% af launum þurfa að skila inn umsókn um breytingu á samning.

 

Annars er hægt  að ganga frá samningi um séreignarsparnað með eftirfarandi hætti:

  • Fylla út umsókn rafrænt hér
  • Koma við á skrifstofu Stapa og fylla út eyðublað
  • Prenta út eyðublað og skila því útfylltu og undirrituðu til Stapa
    1. Skanna í tölvupósti
    2. Faxa í númer 460 4501
    3. Senda eyðublað í pósti

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 460 4500, en jafnframt er hægt að senda fyrirspurn á netfangið stapi@stapi.is eða koma við á skrifstofu Stapa að Strandgötu 3.