Nú hafa þeir launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á launagreiðendavefinn fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna hreyfinga til 15. mars 2017 séu nú aðgengileg á vefnum.
Launagreiðendayfirlit eru eingöngu aðgengileg á rafrænu formi og ekki send út pappírsyfirlit nema sérstaklega sé óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma 460 4500 eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.
Enn minnum við á mikilvægi þess að yfirfara vel yfirlitin til að tryggja réttar upplýsingar og stöðu. Einnig biðlum við til launagreiðenda að skrá inn virk netföng á launagreiðendavefinn til að auðvelda upplýsingagjöf. Skráning netfangs fer fram undir Stillingar/ Notendaupplýsingar.
Nánari upplýsingar um launagreiðendayfirlit má sjá hér.
Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10% frá og með 1. júlí 2017.
Launagreiðendur er beðnir um að fylgjast sérstaklega með að hækkun mótframlagsins skili sér til sjóðsins.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá viðkomandi stéttarfélagi eða hjá ASÍ.
Hækkanirnar eru sem hér segir:
2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% stig og verður 8,5%
2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% stig og verður 10%.
2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% stig og verður 11,5%.