Varðandi ráðstöfun séreignar

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að þegar sótt er um að greiða séreign inn á húsnæðislán þurfa hjón að sækja um í sitt hvoru lagi, þ.e. hver eintaklingur sækir um fyrir sig inn á www.leidretting.is.  Jafnframt er mikilvægt að sjóðfélagar skoði vandlega og geri greinamun á lögbundnu iðgjaldi og iðgjaldi til séreignar og til hvaða sjóðs er verið að greiða hvort um sig.

Brýnt er fyrir sjóðfélögum að til þess að nýta sér ráðstöfun séreignar verða þeir að hafa gert samning um séreignarsparnað.  Hér er farið yfir með hvaða hætti er hægt að ganga frá samningi um séreignarsparnað við Stapa lífeyrissjóð.

Fyrir þá sjóðfélaga sem óska eftir að gera breytingar á núverandi samningi er vakin sérstök athygli á eftirfarandi eyðublaði